10.000 pennar og konurnar hans Bóba
– Fjölbreyttur þáttur frá Sjónvarpi Víkurfrétta
Fjölbreyttur þáttur frá Sjónvarpi Víkurfrétta er kominn á vefinn. Hann verður aðgengilegur í háskerpu síðar í dag.
Í þættinum förum við um víðan völl á Suðurnesjum. Við heimsækjum Þórdísi á Akri í Grindavík. Hún býr í „byggðasafni“ þar sem m.a. má finna um 10.000 penna og fjölmarga aðra muni sem hún hefur safnað í gegnum árin.
Guðmundur Garðarsson eða Bóbi er gamall skipstjóri sem í dag býr í húsi sem er fullt af konum, konum sem hann smíðar sjálfur. Við heimsóttum þennan handverksmann og skoðuðum konurnar hans.
Í þættinum förum við í Bláa lónið þar sem Iceland Airwaves hélt tónleika. Við kíktum einnig í eldhúsið hjá Lava í Bláa lóninu þar sem villibráðin var ráðandi.
Ráðstefnur í Reykjanesbæ skipta samfélagið hér Suður með sjó miklu máli. Við ræddum við Ragnheiði Elínu sem mætti með 200 ráðstefnugesti í Hljómahöll.
Klasi gagnavera er nú að rísa í Reykjanesbæ. Við ræðum við Kjartan hjá KADECO um uppbyggingu gagnavera.
Þátturinn er hér að neðan: