Vísir hf. frestar vinnslustöðvun

Útgerðarfélagið Vísir hf. hefur ákveðið að fresta vinnslustoppi á Þingeyri um einn mánuð til 1. júní næstkomandi, en ekki 1. maí eins og tilkynnt hafði verið. Vísir hf. er með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu en höfuðstöðvarnar eru í Grindavík. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Fyrirtækið hafði tilkynnti um fimm mánaða vinnslustopp, að meðtöldu mánaðar sumarfríi í fiskvinnslum sínum á Húsavík og á Þingeyri, frá 1. maí til 1. október.