Tvisvar sinnum meira af átu fannst út af Suðurlandi

Í vorleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar, sem farin var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, fannst um tvisvar sinnum meira af átu en í meðalári út af Suðurlandi. Leiðangurinn var hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Ísland.

Leiðangrinum lauk 26.maí og var Sólveig R. Ólafsdóttir leiðangursstjóri, en alls tóku 10 rannsóknamenn frá Hafrannsóknastofnuninni þátt í leiðangrinum. Skipstjóri var Ásmundur Sveinsson.

Af www.hafro.is