Þrettán loðnuskip á Faxaflóa - loðnuvertíð að ljúka

Þrettán loðnuskip eru nú stödd á Faxaflóa í sinni síðustu veiðiferð. Enn er verið að landa loðnu í Helguvík, þar sem loðnan er flokkuð og hrogn unnin úr henni til frystingar. Það er aðallega erfitt veður á loðnumiðunum sem er ástæða þess að veiðar standa ennþá en kvótar loðnuskipanna eru að klárast en eins og að framan segir, skipin flest í sinni síðustu veiðiferð.


Meðfylgjandi myndir voru teknar í Helguvík á föstudag þar sem löndun úr Vilhelm Þorsteinssyni EA var nýlokið.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson