Þorbjörn selur Þuríði GK, hættir vinnslu á humri

Þorbjörn hf. í Grindavík hefur gengið frá samningi um sölu á Þuríði Halldórsdóttur GK 94 til Árbergs ehf. í Grindavík, sem er dótturfélag Ramma hf. á Siglufirði. Jafnframt hefur verið samið um skipti á aflaheimildum á milli félagana þannig að Þorbjörn hf. lætur frá sér allar aflaheimildir sínar í humri og einnig nokkuð af aflaheimildum í ýsu en fær í staðinn aflaheimildir í þorski.


Þorbjörn hf. mun við þetta hætta allri vinnslu á humri en í þess stað auka vinnslu á þorski.

 

Af heimasíðu Þorbjarnar