Tæp 1000 tonn hjá Þorbirni Fiskanes

Fimm bátar frá Þorbirni Fiskanes lönduðu tæpum 920 tonnum í Grindavíkurhöfn í dag. Mestum afla landaði frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 en hann var með 436 tonn og var heildarverðmæti aflans 64 milljónir og stóð veiðiferðin í 27 daga.

Frystitogarinn Hrafn GK 111 landaði 410 tonnum í Grindavík eftir 24 daga veiðiferð og var heildarverðmæti aflans 64 milljónir rétt eins og hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 landaði 1470 kg af humri og 10 tonnum af meðalafla. Þá var Geirfugl GK 66 með 69 tonn og Valdimar GK 195 með 62 tonn.

VF-mynd/ Hrafn Sveinbjarnarson GK 255