Suðurnes: Mikil verðmætaaukning í sjávarafla

Verðmæti sjávarafla á Suðurnesjum eykst stórlega á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Aflverðmæti voru rétt undir 3,3 milljörðum í janúar og febrúar á þessu ári samanborið við rétt tæpan 2,1 milljarð á sama tímabili í fyrra.  Breytingin frá fyrra ári nemur því tæpum 57 prósentum.

Aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans jókst um 34,7% prósent á milli ára. Verðmæti botnfiskafla jókst um 29,4% og uppsjávarafla um rúm 74% en þar munar mestu um verðmæti loðnuaflans sem jókst verulega á milli ára.

VF-mynd/elg - Frá löndun í Grindavík