Suðurnes: Heildarafli jókst um 830 tonn í janúar

Heildarafli á Suðurnesjum í janúar jókst nokkuð miðað við sama mánuð í fyrra eða um 830 tonn. Þorsk- og ýsuafli var svipaður á milli ára,  jókst þó aðeins en aukning var í öðrum tegundum, s.s. ufsa, karfa, löngu, keilu og gulllaxi.

Heildaraflinn á Suðurnesjum nam rúmum 5,280 tonnum í janúar en var rúm 4,520 tonn í sama mánuði í fyrra. Ufsaaflinn jókst um 226 tonn, langa um 125 tonn, keila um 94 tonn og afli í gulllaxi fór úr 46 tonnum í 220 tonn, svo einhverjar tölur séu nefndar.

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam alls 80,657 tonnum í janúar 2007 samanborið við 41,538 tonn í janúar 2006.

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagstofu Íslands um fiskaflann.