Stórlúða í dragnótina undir Krýsuvíkurbjargi

Strákarnir á Farsæli GK 162 fengu væna stórlúðu í dragnótina nú í morgun. Þeir voru að veiðum undir Krýsuvíkurbjargi þegar lúðan slæddist með í dragnótina.

Að sögn Grétars Þorgeirssonar, skipsstjóra, er ekki vitað um þyngd lúðunnar, enda báturinn enn að veiðum og ekki komið í land fyrr en í kvöld. Grétar skaut þó á að hún væri um 150 kíló.

Farsæll GK er að ýsuveiðum og að sögn Grétars er sjaldgæft að lúða af þessari stærðargráðu veiðist í dragnót.

Mynd: Þessi mynd var tekin með GSM-síma nú rétt áðan um borð í Farsæli GK 162 af stórlúðunni.