Stór farmur á ferð

Vörubíll frá Jóni og Margeiri flutti ansi stóran farm í morgun, en um var að ræða síldarnót af skipinu Hákoni ÞH sem var á leiðinni í viðgerð hjá Krosshúsum í Grindavík.

Nótin, sem er 700 metrar á lengd og 200 metrar á dýpt og 50 tonn á þyngd, er svo fyrirferðamikil að tvo 40 feta gáma þurfti undir hana. Hlassið er svo stórt að sækja þurfti um sérstaka undanþágu frá yfirvöldum fyrir flutninginn, enda var heidarþyngd farms og bíls alls um 82.5 tonn að þyngd.

Krosshús gerði nótina og tekur hana nú til geymslu og verður henni skilað fullbúinni fyrir næstu vertíð.