Stærsta lúða sem Fiskmarkaður Suðurnesja hefur vigtað

Stórlúðan sem við greindum frá í gær og kom í dragnótina hjá Farsæli GK 162 undir Krýsuvíkurbjargi reyndist vera 250 sm. að lengd og vigtaði rétt um 200 kíló. Þetta er stærsta lúða sem Fiskmarkaður Suðurnesja hefur vigtað.

Farsæll GK var að ýsuveiðum og að sögn Grétars Þorgeirssonar, skipsstjóra, er sjaldgæft að lúða af þessari stærðargráðu veiðist í dragnót.

Mynd: Áhöfn Farsæls GK 162 með stórlúðuna í Grindavík í gærkvöldi. VF-mynd: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson