Smábátar í aflamarki fækkað um 90%

Á vef sjómanna www.skip.is er vitnað í Örn Pálsson framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Örn segir landssamband smábátaeigenda hafi að beiðni sjávarútvegsráðaneytisins leitað upplýsinga um þróunina á eignaraðild kvóta hjá smábátum.
Ráðuneytið þarf að svara áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið.

,,Í niðurstöðum samantektarinnar kemur m.a. fram að 1. janúar 1991 var heildarfjöldi smábáta sem fengu úthlutuðu aflamarki 1020 en í dag er tala smábáta í aflamarki 101. Samkvæmt þessu hefur smábátum í aflamarki fækkað um 90% frá því að þeir voru settir í kvóta. Flestir þeirra hafa selt og þar með hætt allri útgerð eða fært sig í annað veiðikerfi smábáta en einnig eru dæmi um að menn hafi stækkað bátana og haldið áfram í stærra kerfinu ” segir Örn.

Frá Sandgerði. Mynd:IngaSæm

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum.