September sló öll met

Söluverðmæti á fiskmörkuðum í september  var 2,156 milljónir sem 60,7 % meira en í september 2008.  Þetta er einungis í annað skiptið sem verðmæti fer yfir 2 milljarða í einum mánuði.  Það gerðist líka í mars 2007 þegar salan fór í 2.228 milljónir í gegnum uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaðanna sem hefur bækistöðvar í Reykjanesbæ.

Meðalverðið í september var kr. 237,06.  Það er það hæsta í einum mánuði frá upphafi.  Meðalverð í september 2008 var kr. 178,01 sem er hækkun um 33,2 %.

Í september sl. voru seld 9,096 tonn sem er það langmesta sem selt hefur verið í gegnum fiskmarkaðina í þeim mánuði, samkvæmt því er fram kemur á vef RSF.

Ef skoðuð er heildarsalan í september á  fiskmörkuðum hér á Suðurnesjum þá fóru 610,479 kg í gegnum markaðinn í Grindavík. Meðalverð var 188 kr. og söluverðmæti var upp á 114,531 m.kr.

Í Sandgerði/Njarðvík var heildarsalan upp á 273,788 kg. Meðalverð var 257 kr. og heildarverðmæti námu rúmum 70 m.kr.