Rúm 25 þúsund tonn á land hjá Þorbirni hf

Skip Þorbjarnar hf. í Grindavík lönduðu 25.604 tonnum á árinu 2006 og var aflaverðmætið 3.372 milljónir króna. Afli frystitogara var 15.068 tonn og þar af voru 1.676 tonn að verðmæti 96 milljónir í tegundum utan kvóta.

Hlutfall þorsks var 15% af heildarafla hjá frystitogurunum. Afli línubáta var 10.536 tonn  og þar af voru 486 tonn að verðmæti 65 milljónir í tegundum utan kvóta. Hlutfall þorsks var 60 % af heildarafla línuskipa. 


www.thorfish.is