Risaróður hjá Ósk KE

Netabáturinn Ósk KE 5 gerði það mjög gott í janúar og varð í fjórða sæti á lista aflafrétta.com yfir aflahæsta netabáta landsins. Strákarnir á Ósk hafa einnig gert það gott í febrúar og segja aflafréttir frá risaróðri bátsins em kom með 31 tonna þorskafla og náði samtals 46 tonnum eftir aðeins tvo róðra.
Þess er einnig getið að Ósk KE, sem er 113 brúttótonn, var aflahærri heldur en mun stærri bátar á listanum.
Netabátarni hafa gert það ágætt í febrúar, að sögn aflafrétta. Ósk er fjórða aflahæst með 153 tonn og Erling KE kemur þar á eftir með 150 tonn.

Þá hafa línubátarnir í Grindavík verið í ágætis málum nú í febrúar. Sturla GK er annar aflahæstur með 266 tonn, Jóhanna Gísla með 243 tonn og Tómas Þorvaldsson með 211 tonn, svo einhverjir séu nefndir.

www.aflafrettir.com