Risa-þorskur á Dohrnbanka

Strákarnir á Grímsnesi GK 555 voru heldur betur á stórfiskaveiðum fyrir síðustu helgi. Meðal annars fengu þeir þennan stórþorsk á Dohrnbanka, á miðlínunni milli Íslands og Grænlands, sem Bergsveinn yfirvélstjóri segir að hafi verið á milli 30 og 40 kíló. Það er Helgi kokkur sem heldur á þeim gula.