Reglur um byggðakvóta í Garði

Á fundi Bæjarráðs Garðs þann 26.okt. voru eftirfarandi reglur samþykktar varðandi úthlutun byggðakvóta en í hlut Garðs komu 150 þorskígildislestir.

a) Að bátar séu skráðir í Garði 1.sept.2005.

b) Að útgerð bátsins hafi lögheimili í Garði.

c) Að útgerðin leggi fram eitt kíló áður en úthlutun byggðakvóta fer fram fyrir hvert kíló sem þeim er úthlutað af byggðakvóta Garðsins.

d) Að þær leggi fram skriflegt samkomulag við fiskvinnslur í Garði um vinnslu þeirra aflaheimilda sem þeim verður úthlutað skv.þessum reglum og afla skv. c.lið.

e) Byggðakvóta skal skipt milli fiskiskipa í hlutfalli við landaðan afla á síðasta fiskveiðiári þó að hámarki 15 tonn á hvern bát.

f) Útgerðir skulu í einu og öllu fara að þeim skilyrðum sem hér koma fram,þar á meðal skulu forráðamenn þeirra skrifa undir samkomulag við Garð um að þær afsali sér aflaheimildum fari þær eða geti ekki farið eftir þeim reglum sem úthlutun byggðakvótans gilda. Þá fyrirgera útgerðir sem ekki fara að skilyrðum reglnanna rétti sínum til hugsanlegrara úthlutunar á næsta ári, að óbreyttum reglum.

Bæjarráð Garðs óskar eftir að Sjávarútvegsráðuneytið staðfesti þessar reglur.

Ofanritaðar reglur samþykktar með tveimur atkvæðum fulltrúa F-lista gegn einu atkvæði I-lista.Arnar Sigurjónsson óskar bókað að hann telji eðlilegra að miða úthlutun við yfirstandandi fiskveiðiár.