Ráðstöfun afla á Suðurnesjum

Í dag kom út skýrsla frá Hagstofu Íslands: Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2007.


Í skýrslunni kemur fram að á Suðurnesjum er landað jafnmiklum þorskafla og í öðrum landshlutum eða 27 þúsund tonn. Ýsuaflinn skiptist nokkuð jafnt á milli landssvæða en mest af honum er landað á Suðurnesjum, 16 þúsund tonnum.

Staðsetning vinnslu – hvar var aflinn unninn?
Af botnfiskaflanum voru 108 þúsund tonn (23%) unnin á höfuðborgarsvæðinu en næst á eftir koma Suðurnes með 91 þúsund tonn. Stærstur hluti þorskaflans fór til vinnslu á Suðurnesjum, 39 þúsund tonn eða 22%.
Suðurnes vinna næst mest úr magni flatfisks með 4.106 tonn og höfuðborgarsvæðið með 4.018 tonn.

2.164 tonn af skarkola voru unnin á Suðurnesjum eða 37% þess afla.

Heildaraflinn á Suðurnesjum var mest unninn í Grindavík eða 87 þúsund tonn en þar af voru 44 þúsund tonn botnfiskur og 42 þúsund tonn uppsjávartegundir.
inga@vf.is

Skýrslan er birti á vef Hagstofunnar.