Óskin aflahæst

Ósk KE og Erling KE eru efst á lista aflafretta.com yfir aflahæstu netabátana í janúar. Ósk hefur landað í Keflavík og Erling í Njarðvík. Ósk hefur landað samtals 157,5 tonnum í einum róðri og þar af 14 tonnum í einum róðri sem verður að teljast harla gott. Afli Erling nemur rétt rúmum 144 tonnum eftir 15 róðra.

Ósk KE er fyrsti netabáturinn til að komast yfir 100 tonnin á þessari vertíð

Sjá www.aflafrettir.comMyndin: Ósk KE 5 - ljósmynd Gísli Reynisson