Ný Sóley Sigurjóns til Nesfisks

Nýr togari bættist í fiskiskipaflota Nesfisks hf. um helgina þegar Sóley Sigurjóns GK 200 kom til Sandgerðishafnar í fyrsta skipti. Um er að ræða gamla Sólbak. Skipið er byggt árið 1987 en hefur síðustu mánuði verið í umtalsverðum endurbótum fyrir Nesfisk hjá skipasmíðastöð í Póllandi. Þar var skipið m.a. stytt. Nýi togarinn kemur í stað eldri togara með sama nafni.