Ný hafnarvog í Grindavík í sumar

Bygging á nýju vigtarhúsi við höfnina í Grindavík gengur vel. Uppsteypu á húsinu er lokið og næsta skref er að loka því. Á myndinni sem fylgir þessari frétt sést að byrjað er steypa upp rampinn upp á vigtina. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið í sumar, segir á vef Grinavíkurbæjar.


Verktaki er Grindin ehf., sem átti lægsta tilbúið í húsið, eða 46,8 milljónir króna sem er 74% af kostnaðaráætlun.