Minni heildarafli á Suðurnesjum

Mun minni sjávarafli barst á land í Suðurnesjahöfnum á síðasta ári miðað við árið á undan. Heildarafli frá janúar til desember á síðasta ári nam 80.522 tonnum en var 116.882 tonn árið 2005, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands um afla eftir landssvæðum. Samdrátturinn nemur því 36,360 tonnum.

Mest munar um aflabrestinn í loðnuveiðunum þar sem aðeins 12,804 tonnum var landað á móti 44.847 tonnum árið á undan. Þorskafli dregst saman 6,709 tonn.

Hins vegar varð örlítil aukning á ýsu og ufsa og veruleg aukning í úthafskarfa þar sem 1,056 tonn bárust á land samanborið við 460 tonn á síðasta ári. Nokkur aukning varð einnig í veiðum á löngu og keilu.

elg@vf.is