Mikil aflaaukning í ágúst

Talsverð aflaaukning varð á Suðurnesjum í ágúst á milli ára. Heildaraflinn nú nam 4.211 tonnum samanborið við 2.675 tonn í ágúst 2009. Bolfiskaflinn jókst úr 1.514 tonnum  í 2.775 tonn. Munar þar mest um aukningu í ufsa úr 461 tonni í 1.195 tonn. Stærstum hluta ufsaaflans var landað í Grindavík. Þar nam heildaraflinn 3.367 tonnum í ágúst síðastliðnum samanborið við 2.125 tonn í ágúst 2009, samkvæmt samantekt Hagstofunnar.