Mettúr hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, sem Þorbjörn í Grindavík gerir út,  landaði 550 tonnum í Grindavík á dögunum. Aflinn var blanda af þorski, ýsu, ufsa, karfa, og grálúðu.
Verðmæti aflans var kr. 163 milljónir og er það mesta verðmæti sem skipið hefur komið með úr einni veiðiferð en hún stóð í 30 daga, samkvæmt því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.