Metár hjá RSF

Síðasta ár var metár hjá Reiknistofu fiskmarkaðanna í Reykjanesbæ en selt var fyrir tæpan 21,8 milljarð króna sem er langhæsta söluverðmæti frá upphafi. Þetta er 28,7% meira en árið 2008 en þá seldist fyrir 16,9 milljarða.
Meðalverð á árinu 2009 var 210,52 kr. en það er hæsta meðalverð frá upphafi og í fyrsta skipti sem það fer uppfyrir 200 krónur. Þetta er hækkun um 17,2% frá árinu á undan.

Seld voru voru tæplega 104 þúsund tonn á síðasta ári sem er 9,8% meira á árið 2008. Það er fjóra mesta magnið frá upphafi, ef loðna er ekki tekin með í reikninginn.
Þetta kemur fram á heimasíðu RSF.