Met túr hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem Þorbjörn hf.í Grindavík gerir út, landaði 560 tonnum í Grindavík á mánudaginn í síðustu viku. Aflinn var blanda af þorski, ýsu, ufsa, karfa, grálúðu og gulllaxi. Verðmæti aflans var 135 milljónir króna og er það mesta verðmæti sem skipið hefur komið með úr einni veiðiferð en hún stóð í 30 daga.

Á árinu 2009 lönduðu skip Þorbjarnar hf.  22.846 tonnum að verðmæti  5.191 milljónir kr. Afli frystitogara var 13.610 tonn.  Afli línubáta  var 9.236 tonn, samkvæmt því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.


Mynd/www.thorfish.is