Mest landað af þorski í Grindavík á síðasta ári

Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var mest landað af þorski í Grindavík árið 2008, borið saman við aðrar hafnir á landinu, eða 13.730 tonn af 143 þúsund tonnum á landsvísu. Reykjavíkurhöfn kemur næst með 11.137 tonn og Sandgerðishöfn er með 8.078 tonn og Rif með 7.745 tonn.

Grindavík er í 2. sæti þegar kemur að heildar botnfisksafla. Reykjavík trónir á toppnum með 83.969 tonn, Grindavík í 2. sæti með 39.875 tonn og Hafnarfjörður í 3. sæti með 20.562 tonn.

Engum uppsjávarfiski var landað í Grindavík á síðasta ári en 55 tonnum af humri.