Meiri heildarafli í febrúar

Heildaraflinn á Suðurnesjum jókst lítillega í febrúar á milli ára eða um rúm 212 tonn. Þorskaflinn jókst úr 3,538 tonnum í 4,817 tonn. Í öðrum bolfisktegundum varð samdráttur. Heildaraflinn á Suðurnesjum nam 14,078  tonnum í febrúar síðastliðnum samanborið við 13,866 tonn í sama mánuði 2009.
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.