Kvótastaða Grindvíkinga góð

Þegar úthlutun aflaheimilda fór fram um síðustu mánaðamót kom í ljós að Grindvíkingar hafa bætt stöðu sína talsvert. Alls hafa sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík bætt við sig um 7000 tonnum á árinu og nemur kvótaeignin nú um 10.7% af heildinni en var á síðasta fiskveiðiári 6,6%.
Er aukningin bæði hjá aflamarksskipum og krókaflamarksbátum og eiga Grindvíkingar nú 3 af 10 kvótahæstu smábáta landsins.  Það eru bátarnir Hópsnes GK sem er hæstur með 791 tonn, Gísli Súrsson GK með 647 tonn og Óli á Stað GK með 305 tonn. Þorbjörn Fiskanes hf er að sjálfsögðu með mestar veiðiheimildir í Grindavík en þeir eiga alls 19300 t. þorskígildi og eru þriðja kvótahæsta fyrirtæki á landinu á eftir Samherja og HB Granda.  Það er ljóst að staða Grindavíkur í sjávarútvegi hefur aldrei verið sterkari og greinilegt að menn hafa blásið til sóknar í þeim efnum.

VF-mynd/Þorsteinn