Kóralsvæði á Reykjaneshrygg

Á síðustu árum hafa verið kortlögð allstór samfelld svæði á Reykjaneshrygg. Reykjaneshryggurinn er virkur eldfjallahryggur og á honum eru þekkt kóralsvæði á hraunasvæðum.
Talsvert er af kóral á svæðum sem heita Steinahóll, Þríburarnir og Jói-klakkur, á svæði sem nú eru lokuð fyrir togskipum.
Á myndinni sjást útlínur friðaða hólfsins „Mehlsack” sem er á sjálfum háhryggnum með tilheyrandi gígum, sprungusveimum, misgengjum og hraunum.

Af www.hafro.is