Kastað upp við landsteina

Loðnubátarnir þurfa ekki að sækja aflann langt þessa dagana þar sem ljósmyndari Víkurfrétta rak augun í nokkur skip rétt utan við Helguvík.

Loðnan hefur verið að ganga vestur með suðurströndinni og er nú komin inn í Faxaflóa.