Hrognafrystingu í Grindavík lokið

Hrognafrysting hefur staðið yfir undanfarnar vikur hjá Hraðfrystihúsi Samherja Þórkötlustöðum í Grindavík og lauk henni nú á þriðjudaginn.

Öflun hráefnis fór fram úr björtustu vonum manna þrátt fyrir að loðnuvertíðin hafi verið með lakasta móti. Talsvert hráefni kom frá færeyskum skipum sem lönduðu afla sínum í Grindavík. Þá gekk ágætlega að fá starfsfólk sem eins og tíðkast núorðið var af nokkrum þjóðernum.

Nóg hefur verið að gera í frystihúsinu undanfarið við slátrun á laxi og framundan eru svo næg verkefni við verkun á bleikju og laxi. Er það kærkomin viðbót við atvinnulífið í Grindavík.

VF-mynd/Þorsteinn Gunnar