Heildaraflinn í Grindavík jókst um ríflega 800 tonn í janúar

Heildarafli í Grindavík jókst um 818 tonn í janúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Heildaraflinn var 3,384 tonn í síðasta mánuði og var aukning í flestum tegundum miðað við janúar 2006.

Þorskafli Grindavíkurflotans nam rúmum 1400 tonnum í janúar, 742 tonnum af ýsu, 365 tonn fengust af ufsa og 187 tonn af karfa, svo helstu tegundir séu nefndar.  Þá var mikil aflaaukning í löngu, keilu og gulllaxi.

Heildarafli í Sandgerði dróst lítillega saman eða um 33 tonn. Þorskaflinn dróst saman um rétt rúm 200 tonn. Ýsuaflinn jókst um 37 tonn og ufsaaflinn um 78 tonn. Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofu Íslands um aflatölur í janúar.

Mynd: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson