Happadís GK aflaverðmæti fyrir 193,6 m,kr. -2007

Smábátar frá Grindavík eru í þremur sætum af fjórum efstu á lista yfir aflaverðmæti krókaaflamarksbátar árið 2007

1. Happadís GK – 193,6 millj. kr.  - 1.108 tonn

2. Kristinn SH - 184 millj. kr. - 1.054 tonn

3. Gísli Súrsson GK – 181 millj. kr.  - 977 tonn

4. Auður Vésteins GK – 173 millj. kr.  - 1.017 tonn

5. Sirrý ÍS - 170 millj. kr. – 1.321 tonn
Heimild: Fiskifréttir.

Krókaaflamarksbátum eins og hér um ræðir er úthlutað krókaaflamarki í þorski, ýsu, ufsa, steinbít, löngu, keilu eða karfa.

Þeim er einungis heimilt að stunda veiðar með línu og handfærum en geta fengið undanþágu með sérstökum leyfum til veiða á botndýrum með plógum og gildrum svo og til hrognkelsaveiða í net. Afli sem fæst við slíkar veiðar reiknast til aflamarks bátsins.

Hverjum báti er heimilt, án þess að til skerðingar komi, að veiða allt að 2% af heildarafla sínum í kvótabundnum botnfisktegundum, öðrum en þeim sem tilgreindar eru, þó þannig að afli í einni tegund fari aldrei yfir 1% af heildarafla bátsins.

Heimildir: Stjórnartíðindi