Góður afli hjá Hrafninum

Frystitogarinn Hrafn GK 111, landaði 510 tonnum í Grindavíkurhöfn í dag. Verðmæti aflans eru 64 milljónir króna en veiðiferðin stóð yfir í 31 dag.

Þá landaði Geirfugl GK 66, 29 tonnum í Grindavík í dag. Hrafn og Geirfugl eru báðir í eigu Þorbjarnar Fiskaness en Geirfugl er 151 nettótonna línuskip.

VF-mynd/ www.thorfish.is