Góð aflabrögð

Aflabrögð Suðurnesjabáta hafa verið með miklum ágætum undanfarið enda tíðin góð. Þeir feðgar Jón Jóhannson og Jóhann Jónsson á Muggi KE komu t.d. að landi með 13 tonn í fyrradag en aflann fengu þeir einungis á 18 bala samkvæmt frétt Aflafrétta. Uppistaða aflans var þorskur og fékkst hann um 17 mílur út af Sandgerði. Þetta gera 723kg á bala og að sögn Aflafrétta er um algjöran metafla að ræða.  Þess má geta að róðurinn á undan hafði gefið 12 tonn á 23 bala.

Þá hafa smábátarnir frá Grindavík verið að tínast heim og hafa aflabrögð verið alveg prýðileg þar.
--

Mynd/www.aflafrettir.com - Full lestin á Muggi KE