Fyrsta loðnan á land í Helguvík

Nótaskipið Súlan EA – 300 er þessa stundina að landa fyrstu loðnunni í Helguvík sem kemur á land á Suðurnesjum á þessari vertíð. Súlan var með fullfermi, um 930 – 950 tonn, eftir að hafa verið að veiðum út af Vík í Mýrdal. Öll loðnan sem Súlan færði á land fer í bræðslu í Helguvík en loðnan nálgast Reykjanesið nú hraðbyri og er gert ráð fyrir að hún verði komin um og eftir helgi.

Súlan EA – 300, sem á heimahöfn á Akureyri, heldur aftur út á miðin í kvöld.

Myndir/ JBÓ, jbo@vf.is