Fylgst með skipum Vísis í rauntíma

Útgerðarfyrritækið Vísir hf. í Grindavík hefur komið upp spennandi nýjung á heimasíðu sinni. Skipaslóð kallast hún en þar er hægt að fylgjast með skipunum fimm sem Vísir gerir út, Sighvati, Kristínu, Hrungni, Páli Jónssyni og Jóhönnu Gísladóttur, og sjá hvar þau eru stödd á korti sem er uppfært með reglulegu millibili, eða á um klukkutíma fresti.

Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að nú geti fjölskyldur sjómanna og aðrir áhugasamir séð hvar skipin eru, en þetta kerfi tengist einnig því að viðhalda rekjanleika afurða Vísis.

 

Smellið hér til að sjá Skipaslóð Vísis