Fiskvinnsla og útgerð er svona 2010

Alls voru 140 ný einkahlutafélög skráð á Suðurnesjum á nýliðnu ári, þar af 90 í Reykjanesbæ og 23 í Grindavík.
Af þessum 140 félögum voru 10 félög stofnuð um frystingu fiskafurða og 11 vegna bátaútgerðar.  Annars er starfsemi hinna nýskráðu fyrirtækja mjög dreifð.
Athygli vekur að níu ný fyrirtæki voru stofnuð um byggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis en miklar erfiðleikar hafa verið á byggingarmarkaði eftir Hrun og fjöldi fyrirtækja farið í þrot.
Þar sem algengt er að bera alla mögulega hluti saman við árið 2007 þá má geta þess að á því herrans ári voru 257 ný fyrirtæki skráð á Suðurnesjum.