Fimm tonna túr hjá Daðey

Skipverjarnir á Daðey GK voru í óða önn að landa á Grindavíkurbryggju þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar þar að í blíðunni í dag. Þeir voru með um fimm tonn eftir daginn, sem þykir ekki mjög gott miðað við það sem hefur verið undanfarið, en brælan síðustu daga skemmir eitthvað fyrir.

VF-myndir/Þorgils