Fimm framboð skiluðu inn listum í Reykjanesbæ

Fimm framboð skiluðu inn stuðningsmanna- og framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ sem fram fara í lok mánaðarins.

Það eru Sjálfstæðisflokkur, A-listinn, Reykjanesbæjarlistinn, Vinstri Grænir og Bæjarmálafélag Frjálslynda flokssins.

Kjörstjórn á eftir að taka afstöðu til framboðanna og mun skera úr um hvort þau standist þar til gerðar kröfur. Á morgun verður gefinn út endanlegur listi um framboð í Reykjanesbæ.