Dragnótaveiðar við Ísland – til stuðnings Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra
Dragnótin er líklega vistvænasta veiðarfærið sem notað er við Ísland í dag og hefur verið frá því veiðar með dragnót hófust um miðja 19 öldina. Veiðisvæði dragnótar spannar einungis um 3-5% af landgrunninu innan lögsögu Íslands.
Ástæður þessa takmörkuðu veiðislóðar dragnótarinnar eru þær að dragnót er einungis hægt að nota á leir, malar og sandbotni. Veiðar með dragnót á mörgum veiðisvæðum við landið eru einnig mjög árstíðabundnar vegna breytilegrar göngu ýmisa fisktegunda.
Ástæður þess að einungis er hægt að veiða með dragnót á mjúkum botni eru þær að dragnótin og tógin sem henni tilheyra festast í botni, veiðarfærið rifnar og skemmist ef út á harðan botn er farið.
Einnig takmarkar dýpi sjávar virkni dragnótarinnar og eru veiðar sjaldnast stundaðar fyrir neðan 150 faðma dýp. Hér er komin skýringin á því hversu smávægilegt veiðisvæði dragnótarinnar er í samanburði við öll önnur veiðarfæri sem notuð eru við Ísland.
Eðli málsins samkvæmt spilla dragnótaveiðar hvorki botngróðri, botnlagi né lífríki sjávar á nokkurn hátt, enda engu til að spilla og er nánast um veiðar á berangri hafsbotnsins að ræða þar sem lítill botngróður þrífst. Veiðar með dragnót örva vöxt og viðgang ýmisa fisktegunda með yfirferð sinni eftir hafsbotninum þar sem hinar fjölbreytilegu lífverur hafsbotnsins verða að fæðu flatfiska og bolfiska.
Fiskur veiddur í dragnót jafnt flatfiskar allskonar, sem og bolfiskar leita út af hörðum botni inn á veiðisvæði dragnótarinnar eftir æti, þá gjarnan á liggjanda við sjávarfallskipti. Það æti sem um er að ræða er td, sandsíli, trönusíli og ýmsar aðrar tegundir smáfiska og smádýra, td. sandormar og krabbadýr. Veiðislóð dragnótarinnar er matborð hinna ýmsu fiskitegunda.
Besta hráefnið.
Fiskur veiddur í dragnót er mjög stutt dreginn þegar hann kemur um borð í veiðiskipið, oft líða ekki nema 20-30 mínútur frá því dragnótinni er kastað og að búið er að hífa voðina og fiskurinn kominn um borð. Lítil pressa er á fiskinum þar sem hann er hífður um borð í litlum skömmtum og er þá sprell lifandi þegar hann er blóðgaður frá móttöku í rennandi sjó.
Ef vel veiðist geta pokarnir orðið margir sem þarf að hífa um borð, en reynt er að hafa pokana ekki stærri en svo að þeir rúmi ekki meira magn af fiski en sem nemur 500-1000 kg. Er þetta gert til að fyrirbyggja að fiskur kremjist og blóðspryngi með tilheyrandi skemmdum og losi í holdi.
Fiskur veiddur í dragnót er að jafnaði vænni en fiskur sem veiðist í önnur veiðafæri að netafiski undanskyldum og vegur sá þáttur í rekstri dragnótaskipa mikið fyrir afkomu veiðanna þar sem oft er mikil munur á verði góðs dragnótafisks og fisks sem veiddur er í önnur veiðafæri.
Veiðar með dragnót.
Áður en ákvörðun um kast með dragnót er tekin þá þarf að gæta að ýmsum þáttum er varða strauma, sjávarföll, vindátt og sjólag. Einnig hafa birtuskilyrði og sólarljós mikið um það að segja hvernig fiskast. Mjög misjafnt er eftir árstíðum, dýpi og svæðum hver áhrif mismunandi þátta hafa til árangurs af veiðunum.
Það sem vegur þyngst í góðum árangri við veiðarnar ásamt samspili margra þátta er án efa það fæðuframboð sem fiskurinn hefur á viðkomandi veiðislóð. Ef fæðuframboð er takmarkað á veiðislóð dragnótar er næsta víst að lítið sem ekkert veiðist.
Ef pláss og dýpi á veiðislóð dragnótar er nægilegt þá er oftast kastað allri vírmanilunni sem til staðar er um borð í skipinu en ef plássið er takmarkað eins og algengt er á veiðislóð dragnótar út af Vestfjörðum og víðar, þar sem verið er að kasta dragnót á sand polla og gjótur sem leynast víða úti í hrauni, þá er mjög misjafnt hversu miklu er hægt að kasta.
Geta dragnótarinnar til að ná í fisk er bundin innan þess svæðis sem tógin afmarka með legu sinni á hafsbotni. Mjög misjafnt er hversu mikið flatamál þess svæðis er, þar sem dýpi, straumur, hversu mikið skverað er og lengd tógana sem eru úti ráða mestu þar um, en oft er það einungis 1/3 af lengd tógana sem skafa botninn en 2/3 eru laus frá botni upp í sjó í átt til veiðiskipsins.
Lokaorð.
Veiðislóð dragnótarinnar er eins og frjór akur bóndans sem yrkir landið af alúð og dugnaði.
Dragnótaveiðar ætti samt sem áður aldrei að leyfa á uppeldisstöðvum fisks líkt og inn á fjörðum og víkum og ekki heldur á veiðislóð minni strandveiðibáta.
Undirritaður leggur til að dragnótaveiðar verði víðast hvar ekki heimilar innan 4,5 sjómílna frá grunnlínupunktum nema að takmörkuðu leyti og þá einungis árstíðabundið.
Það liggur í hlutarins eðli að veiðar með dragnót á veiðislóð smáfisks ganga ekki upp líffræðilega vegna verndunarsjónamiða né hagfræðilega undir núverandi aflamarkskerfi fyrir innbyggða hvata sem leiða til brottkasts og svindls ýmiss konar.
Níels A. Ársælsson.
-
-
Sjávarútvegur 24.01.2019
-
Höfum miklar áhyggjur komi til verkfalls
Sjávarútvegur 31.10.2016 -
Skemmtiferðaskip til Grindavíkur í fyrsta skipti
Sjávarútvegur 31.08.2015
-
-
-
Sjávarútvegur 31.08.2015
-
Sjávarútvegur 23.02.2011
-
Sjávarútvegur 14.10.2010
-
-
-
Vilja hefja strandveiðar 1. apríl
Sjávarútvegur 04.10.2010 -
Sjávarútvegur 21.09.2010
-
Veiddu makríl fyrir 150 milljónir króna
Sjávarútvegur 21.09.2010
-
-
-
Grindavík þriðja kvótamesta höfnin
Sjávarútvegur 01.09.2010 -
Mettúr hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni
Sjávarútvegur 16.08.2010 -
Sjávarútvegur 16.06.2010
-
-
-
Góður árangur Massa á bikarmóti í klassískum kraftlyftingum
Íþróttir 20.02.2019 -
Fréttir 20.02.2019
-
Fréttir 20.02.2019
-
Setja upp skápa fyrir ljósastaurastýringar
Fréttir 20.02.2019 -
Styrkja björgunarbátasjóð vegna rafmagnskostnaðar
Fréttir 20.02.2019 -
Líflegar umræður á íbúafundi um ferðamál
Fréttir 20.02.2019 -
Vímaður ökumaður viðurkenndi fíkniefnasölu
Fréttir 20.02.2019 -
Íbúafundir í Grindavík og Reykjanesbæ í kvöld
Mannlíf 20.02.2019 -
Syngjandi frá Kaliforníu til Grindavíkur
Mannlíf 20.02.2019 -
Njarðvík skrefi nær úrslitakeppni
Íþróttir 20.02.2019 -
Íbúar Reykjanesbæjar mun ánægðari með sorphirðu nú
Fréttir 19.02.2019 -
Rýnt í nýtingu Reykjaneshallar og gerð nýs gervigrasvallar
Fréttir 19.02.2019
-
-
-
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019 -
VefTV 16.02.2019
-
Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 14.02.2019 -
VefTV 09.02.2019
-
Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk
VefTV 09.02.2019 -
Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni
VefTV 07.02.2019 -
Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
VefTV 04.02.2019 -
The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni
VefTV 31.01.2019 -
Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes
VefTV 31.01.2019 -
Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni
VefTV 25.01.2019 -
70-80% bæjarbúa á móti rekstri kísilvera í Helguvík
VefTV 23.01.2019 -
VefTV 20.01.2019
-