Anna Sigríður sýnir í Saltfisketrinu

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir opnaði sýningu sína í Listasal Saltfiskseturins í dag.
Sýningin ber yfirskriftina Dýrið og má þar sjá ljósmyndir og skúlptúra eftir Önnu. Góð mæting var á opnunina, en þar afhenti listakonan Sigríður Kjaran Saltfisksetrinu eitt af sínum frægustu verkum, „Saltfiskkonu“. Verkinu veitti mótttöku Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og stjórnarformaður Setursins. En á myndinni með þeim eru börn Sigríðar og Óskar Sævarsson, forstöðumaður.

Anna Sigríður, sem býr í Grindavík, sagðist sækja sinn innblástur í heimspekilegar vangaveltur um hver við erum, hvað við erum og hversvegna við séum hér.
Hún er afar ánægð með sýningarrýmið í salnum í Saltfisksetrinu og vonast til þess að sem flestir listamenn sýni þar á næstunni.

VF-myndir/Þorgils