Aldrei meiri landvinnsla hjá Þorbirni hf

Þorbjörn hf í Grindavík seldi á síðasta ári fiskafurðir fyrir tæpa 4,5 milljarða króna. Um borð í frystiskipum félagsins voru framleiddar afurðir fyrir 2,1 milljað og fiskvinnslur félagsins í landi framleiddu afurðir fyrir 2,4 milljarða króna. Í landvinnslum félagsins var unnið úr 9.200 tonnum af ferskum fiski og er það 13% aukning frá árinu 2005.

 Af einstökum afurðaflokkum voru verðmæti frystra afurða 2,2 milljarðar króna,  saltfiskafurða liðlega 1.880 milljónir króna, verðmæti ferskra afurða tæplega 400   milljónir króna og ýmsar aðrar afurðir um 100 milljónir króna
 
Þorskafurðir voru verðmætastar ef litið er á einstakar tegundir, bæði frystar, ferskar og saltaðar, eða rúmur 2,1 milljarður króna.
 
Á síðasta ári  lönduðu skip Þorbjarnar hf. 25.604 tonnum að verðmæti  3.372 milljónir kr. Afli frystitogara var 15.068 tonn og þar af voru 1.676 tonn að verðmæti 96 milljónir í tegundum utan kvóta  Hlutfall þorsks var 15% af heildarafla hjá frystitogurunum.  Afli línubáta  var 10.536 tonn  og þar af voru 486 tonn að verðmæti 65 milljónir í tegundum utan kvóta. Hlutfall þorsks var 60 % af heildarafla línuskipa

Þetta kemur frá á heimasíðu félagsins, www.thorfish.is


 

Mynd: Löndun í Grindavík. Ljósm: Þorsteinn. G. Kristjánsson.