Aflahrun í júní

Í fréttatilkynningu frá fiskistofu kemur fram að samdráttur er á mili ára í heildarafla íslenskra skipa. Heildaraflinn í nýliðnum júní var 60.788 tonn. Það er rúmlega 51 þúsund tonna samdráttur í afla milli ára en aflinn í júní 2007 var 112.141 tonn. – Botnfiskaflinn í júní 2008 var 28.445 tonn miðað við 43.031 tonn í júní 2007. Þorskafli dróst saman um rúmlega 3 þúsund tonn milli ára.

Mest munar um hrun úthafskarfa þar sem aflinn fór úr 10.752 tonnum í júní 2007 í 3.187 tonn í nýliðnum júní. – Engum kolmunna var landað í júní 2008 en kolmunnaaflinn var rúmlega 34 þúsund tonn í júní í fyrra.

Síldarafli í júní minnkaði úr 32.651 tonni 2007 í 27.719 í júní 2008.

Heildarafli ársins 2008 var í lok júní 613.527 tonn. Á sama tíma í fyrra var heildarafli ársins 858.905 tonn. Munar þar mest um 158 þúsund tonna samdrátt í loðnuafla ársins og 69 þúsund tonn í kolmunnaafla.

Meira á vef fiskistofu.