Aflaaukning í september

Heildaraflinn á Suðurnesjum í september jókst úr 3,427 tonnum í 4,114 tonn á milli ára.
Aukning var í bolfiskafla, m.a jókst þorskaflinn úr 1,013 tonnum í 1264 tonn. Nokkru munar um uppsjávarafla sem var enginn í fyrra en 330 tonn nú.
Í Grindavík jókst þorskaflinn úr 369 tonnum í 625 tonn milli ára í september. Þar jókst heildaraflinn úr 2,018 tonnum í 2,627 tonn, samkvæmt tölum frá Hagstofunni um aflabrögð í september.