Aflaaukning í september

Heildaraflinn á Suðurnesjum í september nam 3,429 tonnum sem er 685 tonnum meira en í sama mánuði 2008. Í Grindavík, stærstu löndunarhöfninni, komu 1945 tonn á land í september síðastliðnum samanborðið við 1065 tonn í sama mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008.