Aflaaukning í maí

Heildaraflinn á Suðurnesjum í maí síðastliðnum nam 7,510 tonnum samanborið við 5,561 tonn á sama tíma á síðasta ári. Í Grindavík jókst heildaraflinn aflinn úr 4,125 tonnum í 5,600 á milli ára í maí.

Þorskaflinn var í víð minni á milli ára en ýsuaflinn jókst úr 504 tonnum í 1145 tonn. Þá barst meira af ufsa í land eða 715 tonn samaborið við 515 tonn í sama mánuði síðasta árs.