24% samdráttur aflaverðmæta

Aflaverðmæti á Suðurnesjum drógust saman um 24% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins, voru rétt rúmir 3 milljarðar á síðasta ári en 2,3 milljarðar í ár. Þetta er nokkuð nálægt landsmeðaltalinu. Samdrátturin varð mestur á Suðurlandi eða tæp 52%.
 
Aflaverðmæti þorsks á Suðurnesjum fór úr rúmum 1,6 milljarði niður í tæpan 1,3 milljarð fyrstu tvo mánuði ársins. Í tonnum talið fór þorskaflinn úr tæpum 9,283 tonnum niður í 6,142 tonn.
 
VF-mynd/elg