30 landanir á þremur tímum í Grindavík

Það var líf og fjör við bryggjuna síðdegis í fyrradag þegar handfæra- og línubátarnir streymdu til löndunar í Grindavík. Hvorki fleiri né færri en 30 bátar lönduðu á þriggja tíma tímabili og var því nóg að gera við að færa kör til og frá, upp á bíl og koma aftur með tóm kör. Flestir bátarnir voru með um 5 til 8 tonn í róðri, uppistaðan í aflanum er þorskur.

Alls lönduðu bátarnir um 200 tonnum. Þetta kemur fram á grindavik.is.